Opið hús: 07. apríl 2025 kl. 17:00 til 17:30.Velkomin í opið hús mánudaginn 7. apríl kl. 17:00-17:30. Athugið að eignin verður ekki sýnd fyrir opið hús.
Heimili fasteignasala kynnir í einkasölu: Víðimelur 36 - björt og falleg efsta hæð í mikið endurnýjuðu húsi með góðri tengingu við bæði miðbæinn og vesturbæinn.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Finnbogi Hilmarsson fasteignasali, [email protected] Sameiginlegur inngangur með íbúð á fyrstu hæð. Fallegur bjartur stigagangur upp á efri hæðina. Komið er inn í stórt og bjart parketlagt hol, gengið úr holinu í önnur rými íbúðarinnar. Lítil geymsla og skápur eru í holinu. Björt stofa með parketi, borðstofa og eldhús er opið við stofuna, parket á gólfi. Falleg tekk rennihurð er milli stofu og borðstofu/eldhúss. Mjög fallegur horngluggi í borðstofu/eldhúsi gefur rýminu fallega birtu. Rúmgott parketlagt hjónaherbergi með nýlegum fataskápum. Barnaherbergi með parketi. Baðherbergi með tækjum sem hafa verið nýlega endurnýjuð, gluggi og baðkar.
Í sameign er sérgeymsla og sameiginlegt þvottahús ásamt sameiginlegu geymsluplássi í miðstöðvarkompu. Einnig er geymsluloft sem er innangengt úr holi íbúðarinnar. Eldhúsið var flutt inn í borðstofuna árið 2020 og sett ný innrétting og tæki. Allt parket á gólfum er harðviðarparket frá Parka.
Miklar endurbætur hafa verið framkvæmdar á húsinu og íbúðinni að innan sl. ár. Húsið var viðgert utanhúss 2018 og var þá steypuviðgert og endursteinað. Á sama tíma var skipt um þakjárn, rennur og niðurföll. Gluggar og gler voru endurnýjaðir í kringum 2010. Dren og frárennsli var endurnýjað í kringum 2010. Rafmagn hefur verið endurnýjað á undanförnum árum og er nýleg rafmagnstafla. Stigahús er ný málað. Lóðin er í ágætri rækt.
Fallegar innihurðir og hluti skápa eru úr vönduðum tekkvið, sem gefur eigninni hlýlegt yfirbragð og tímalausan karakter. Tekkviðurinn er vel með farinn og skapar skemmtilega tengingu við hönnunarstíl síðari hluta 20. aldar. Íbúðin er staðsett í rólegri einstefnugötu á miðlægum stað í borginni. Þetta er gróið og rólegt íbúðarhverfi, með góðri tengingu við bæði miðbæinn og vesturbæinn. Stutt er í skóla, Vesturbæjarlaug, Melabúðina, Kaffi Vest, KR svæðið o.fl.
Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002. Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á [email protected] og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.