Gjaldskrá

1.0. Almennt um Þóknun.

1.1. Eftirfarandi gjaldskrá er leiðbeinandi um endurgjald fyrir þjónustu Heimili fasteignasölu og gildir nema um annað hafi verið samið. Þóknunarfjárhæðir í gjaldskránni eru tilgreindar án virðisaukaskatts, nema annað komi fram.

1.2. Ákvörðun þóknunar mótast af þeim fjárhagslegu hagsmunum sem tengjast því verki sem unnið er að, sbr. lög nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Söluþóknun innifelur gerð söluyfirlits, gerð kauptilboðs, kaupsamnings, kostnaðaruppgjörs og afsals. Fyrir auglýsingar og útvegun gagna greiðist sérstaklega, sbr. síðar.

1.3. Skrá sú sem hér fer á eftir er leiðbeinandi um endurgjald og sé um það samið má víkja frá henni til hækkunar eða lækkunar.

2.0. Kaup og sala.

Samkvæmt lögum nr. 99/2004 um sölu fasteigna- fyrirtækja og skipa, skal gera samning milli seljanda og fasteignasala um sölu eignar.

2.1. Sala fasteigna. Til viðbótar prósentu, eða föstu gjaldi, bætist við virðisaukaskattur 24,0 %.

a. Sala fasteigna í almennri sölu 2,0 % af söluverði.

b. Sala fasteigna í einkasölu 1,75 % af söluverði.

c. Aðstoð og/eða skjalafrágangur við sölu og kaup fasteigna kr. 399.000.-, annars eftir metið eftir umfangi.

d. Sala félaga og atvinnufyrirtækja 5% af heildarsölu, þ.m.t. birgðir.

e. Tímagjald er kr. 19.900,-

f. Taki fasteignasalan að sér sýningu eignar, skal greitt fyrir það fasta gjald kr. 25.000,-. Sama á við ef eignin er sýnd í opnu húsi.

Hafið samband í síma 530-6500 og fáið tilboð í heildarkostnað við sölu. Við tökum tillit til verðmæti fasteigna, sem og umfangi verkefna.

3.0. Ýmis ráðgjöf og skjalagerð.

3.1. Þóknun fyrir að fara yfir og athuga samninga og skjöl við sölu eða kaup fasteigna eða annarra eigna sem fasteignasali, lögmaður eða annar hefur gert er unnið samkvæmt tímagjaldi.

3.2. Í þeim tilvikum sem gerð veðleyfa, veðbandslausna, umboða, skuldabréfa og tryggingabréfa tengist ekki kaupsamningsgerð er þóknun kr. 5.000.- fyrir hvert skjal með vottun, ef við á.

3.3. Þóknun fyrir munnlega ráðgjöf og leiðbeiningar er samkvæmt tímagjaldi eða fast gjald, eftir samkomulagi.

4.0. Skoðun og verðmat fasteignar.

Fyrir verðmat á íbúðarhúsnæði, sé fasteign ekki sett í sölu, reiknast þóknun kr. 29.900,- m/vsk. Fyrir skoðun og skriflegt verðmat á atvinnuhúsnæði sem ekki kemur til sölumeðferðar greiðist 0,1% af verðmatsfjárhæðinni, en þó að lágmarki kr. 50.000.- m/vsk.

5.0. Þóknun fyrir útleigu fasteigna.

5.1. Þóknun fyrir gerð leigusamnings um einstakt íbúðarhúsnæði skal vera andvirði mánaðarleigu, - auk kostnaðar við gagnaöflun. Sé leigsamningur til lengri tíma en 20 mánuðir greiðist andvirði þriggja mánaða leigu í þóknun.

5.2. Þóknun fyrir að annast milligöngu um að koma á leigusamningi um atvinnuhúsnæði skal, að lágmarki, samsvara tveggja mánaðarleigu hins leigða.

5.3. Sé leigusamningur um atvinnuhúsnæði gerður til fimm ára eða lengri tíma, skal þóknunin metin samkvæmt umfangi og stærð samnings.

6.0. Ýmis ákvæði.

6.1. Kaupendaþóknun (umsýslugjald) samkv. þjónustusamningi. Kaupandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 79.900,- m/vsk fyrir þjónustu fasteignasölunnar sem m.a. innifelur ýmiskonar ráðgjöf og aðstoð fyrir, eftir og við kauptilboðsgerð, öflunar greiðslumats og gagna, þinglýsingarmeðferð kaupsamnings og afsals og allra veðskjala sem kaupandi greiðir með við kaupsamning og ábyrgð því samfara að þessi skjöl skili sér á rétta staði. Gerð ýmissa skjala vegna lántöku og/eða aðstoð við veðflutninga (sé þess þörf), lögbundin hagsmunagæsla vegna ýmissa mála sem upp kunna að koma í söluferlinu s.s vegna gallamála, aflýsinga o.fl.

6.2. Eigandi greiðir kr. 69.900,- m/vsk þegar eign er sett á söluskrá. Innifalið í því gjaldi er m.a. skoðun eignarinnar, verðmat, akstur, útvegun allra gagna, öll afgreiðsla, eftirfylgni og úrvinnsla fyrirspurna og skráning eignarinnar á viðurkennda fasteignavefi. Gjaldið er gert upp þegar eignin selst eða er tekin af söluskrá.

6.3. Kostnað við gerð og birtingu auglýsinga skal viðskiptamaður greiða samkvæmt gjaldskrá viðkomandi auglýsingamiðils hverju sinni.

6.4. Kostnaður við ljósmyndun atvinnuljósmyndara er kr. 28.500,- m/ vsk.Innifalið er akstur, myndataka inni og úti, Dróna myndataka (ef veður leyfir) og vinnsla myndanna.

Virðisaukaskattur er 24,0 % og er til viðbótar allra gjalda samkvæmt gjaldskránni, komi það ekki fram.