Valhallarstígur suður 16, 806 Selfoss
Tilboð
Sumarhús
4 herb.
104 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1983
Brunabótamat
45.540.000
Fasteignamat
64.850.000

*** NÝTT Á SKRÁ - ÞINGVALLAVATN - SUMARHÚS OG BÁTASKÝLI ***

Heimili fasteignasala og Ragnar Þorgeirsson, löggiltur fasteignasali s.774-7373 / [email protected] kynna í einkasölu fallegt 81,9 fm. sumarhús auk bátaskýlis í landi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Umhverfi hússins er paradís líkast.  Það stendur á bakka Þingvallavatns og ofan við húsið er gjáin sem skilur að heimsálfurnar í jarðfræðilegum skilningi.  Stórir gluggar í stofu, pallur og töfrandi útsýni yfir Þingvallavatn og fjallahringinn. Frá bílastæði er einstök gönguleið sem liggur samsíða gjánni að húsinu.  Neðan við húsið er 23 fm. bátaskýli og því auðvelt að ýta úr vör og njóta návistar við vatnið og lífríki þess.


Samkvæmt skráningu eru húsið og bátaskýlið, samtals 104,9 fm, byggð úr vikursteini árið 1983.  Fyrir u.þ.b. 20 árum var ytra birgði hússins endurnýjað með smekklegum og vönduðum hætti.  Var það klætt utan með harðviði, settar nýjar útihurðar úr harðviði og læst koparklæðning á þak. Húsið er því bæði fallegt og svipmikið og nýtur sín í stórbrotnu umhverfi.  Pallur og handrið kringum húsið hafa verið endurnýjuð og fyrir nokkrum árum var lagt gegnheilt furuparket á öll gólf og jafnframt var gólfeinangrun endurnýjuð.

Hjartað í húsinu er hlaðinn arinn, skorsteinn og eyja sem setja mikinn svip á bjart alrýmið.  Viðarinnrétting í eldhúsi, helluborð í eyju, ísskápur og uppþvottavél. Upptekin loft, fallegir gluggar og útsýni út á vatnið. Stórt hjónaherbergi með innbyggðum skápum og hurð út á pall, barnaherbergi og gott pláss á svefnlofti yfir þeim hluta hússins. Forstofa er flísalögð og inn af henni er baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum að hluta.

Borhola sér húsinu fyrir köldu vatni og var búnaður við hana endurnýjaður árið 2024. Húsið er kynt með rafmagni og ofnar hafa verið endurnýjaðir.  Í kjallara, undir hluta hússins, er rafmagnstafla, hitakútur oþh. í upphituðu rými en jafnframt er þar gott geymslupláss.  Rýmið telst ekki með í skráðum fermetrum.

Þó bátaskýlið, sem skráð er 23 fm og bryggjan þarfnist viðhalds, eykur aðstaðan mjög gæði eignarinnar og möguleikana til að njóta umhverfisins.  Jafnframt kemur hún að góðum notum ef flytja þarf þyngri hluti því gönguleið frá bílastæði er 5-600 metrar.  Skýlið er byggt úr vikursteini og timbri, þar er lýsing og rafmagnsspil sem dregið getur bát upp braut og inn til geymslu.  

Fágætt tækifæri til að eignast hús sem umvafið er stórbrotinni náttúru á þessum fallega sögustað í hjarta Þjóðgarðsins.  Þingvellir eru á lista Heimsminjaskrár UNESCO.
Nánari upplýsingar veitir Ragnar Þorgeirsson, löggiltur fasteignasali, í síma 774 7373 eða [email protected]


Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002.  Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á [email protected] og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
 
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.