Eignin er seld með fyrirvara, eignin var 3 daga á sölu, og vildu fleirri en fengu, því vantar mig fleirri sambærilegar eignir á skrá.Heimili Fasteignasala kynnir í einkasölu: Sunnusmári 19, 201 Kópavogur, nánar tiltekið eign merkt 05-02, fastanúmer 250-7271 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Sunnusmári 19, íbúð 502 - birt stærð 47.0 fm.
Nánari upplýsingar veitir Gunnlaugur A. Björnsson Fasteignasali, í síma 617-5161, tölvupóstur [email protected].Forstofa: Mynddyrasími, fallegt harðparket á gólfi, sem er í öllum rýmum íbúðar nema baðherbergi.
Eldhús: Eldhús er í alrými með stofu. Falleg og vönduð grá AXIS innrétting með loftháum skápum með ljúflokun.
Stofa/borðstofa: Bæði stofan og borðstofan eru í samliggjandi alrými með eldhúsi. Harðparket er á gólfi og útgengt út á sólríkar suður svalir.
Svefnherbergi: Þrefaldur lofthár fataskápur frá AXIS og harðparket á gólfi. Rennihurðir stúka af svefnherbergið sitthvorumegin við rúmið frá alrými, frábær nýting á plássi.
Baðherbergi: Flísalagt með ljósum flísum á gólfi og hluta veggja. Falleg hvít innrétting með ljúflokun og speglaskáp frá AXIS. Upphengt salerni, handklæðaofn, sturta með hertu gleri og þvottaaðstaða með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Gólfhiti er á baðherbergi.
Sér geymsla er í sameign ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Rafbílar: Búið er að setja upp rafhleðslustaur á sameiginlegu bílastæði lóðar.
Á lóðinni er stór og glæsilegur garður, göngustígar, opin svæði og leiksvæði. Íbúðin er með góðum svölum í suður. Frábær staðsetning þar sem mikil þjónusta er í göngufæri. Húsið er klætt og því viðhaldslétt.
Einstaklega vel heppnuð, vönduð og skipulögð tveggja herbergja íbúð í nýlegu snyrtilegu húsi með fallega sameign og staðsetningin frábær þar sem stutt er í allar áttir.
Nánari upplýsingar veitir Gunnlaugur A. Björnsson Fasteignasali, í síma 617-5161, tölvupóstur [email protected].
Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002. Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á [email protected] og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.