Heimili fasteignasala kynnir í einkasölu Birkimel í Borgarbyggð. Einbýlishús með bílskúr. Húsið er 157,3 fm og bílskúr 32,1 fm. Samtals er eignin 189,4 fm og stendur á 2,6 hektara kjarri vaxinni eignarlóð. Eignin er skráð sem einbýlishús á íbúðarhúsalóð þar má hafa lögheimili og njóta þar með allrar þjónustu sem sveitarfélagið býður upp á. Húsið er timburhús frá Trésmiðjunni Akri Akranesi, byggt á steyptum sökklum, gólf er steinsteypt, klætt að utan með Steni klæðningu. Vilyrði er fyrir byggingu á allt að 400 fm skemmu/vélageymslu á lóðinni samkvæmt samþykktu skipulagi.Nánari lýsing: Komið er inn í
rúmgóða forstofu með góðum skápum, steinteppi á gólfi. Þaðan inn í stórt og bjart opið rými með
aukinni lofthæð.
Eldhús er rúmgott, góð innrétting, mikið skápapláss, góð vinnuaðstaða, stæði fyrir uppþvottavél, tveir gluggar og góður borðkrókur.
Stofa og borðstofa liggja saman, og
úr borðstofu er gengið út á sólpall sem snýr í vestur, þar er heitur pottur. Stórkostlegt útsýni og mikil fjallasýn m.a að Snæfellsjökli sem blasir við úr pottinum. Úr eldhúsi er gengið inn í rúmgott
þvotthús með innréttingu og stæði fyrir þvottavél, þurrkara og kæliskáp. I
nnaf þvottahúsi er snyrting með nettri innréttingu.
Úr þvottahúsi er útgengi út á bílastæði. Innangengt er í bílskúr í gegnum þvottahús. Bílskúr er með epoxy á gólfi, rafdrifin bílskúrshurð.
Húsið er kynnt með gólfhita með rafmagni og hitatúpu sem staðsett er í bílskúr. Á svefnherbergisgangi eru
4 góð svefnherbergi öll með góðum fataskápum.
Baðherbergi er með fallegri viðarinnréttingu, baðkar með sturtuaðstöðu, á veggjum eru Fibo Trespo plötur og flísar á gólfi. Handklæðaofn.
Á gólfum hússins er quickstep parket frá Harðviðarval og flísar. Víðáttumikið útsýni til allra átta og rómuð náttúrufegurð. Birkimelur er staðsettur við Hítardalsveg, ca 20 mín akstur frá Borgarnesi, og þægilegri akstursfjarlægð frá Reykjavík og er landið umlukið margbrotnum náttúruperlum Borgafjarðar.
Einstakt tækifæri að búa við og njóta náttúru utan þéttbýlis. Um er að ræða vel byggt og fallegt hús á grónu eignarlandi með mikla möguleika af ýmsum toga.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Sigríður Lind Eyglóardóttir fasteignasali, [email protected] / 8994703
Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002. Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á [email protected] og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.