Kjartansgata 2, 105 Reykjavík (Austurbær)
124.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
4 herb.
151 m2
124.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1942
Brunabótamat
61.300.000
Fasteignamat
100.250.000

  
Heimili fasteignasala og Sigríður Lind fasteignasali kynna í einkasölu glæsilega 151,4 fm mikið endurnýjaða 5 herbergja neðri sérhæð við Kjartansgötu 2 í Reykjavík. 
Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, borðstofu, forstofuherbergi, hjónaherbergi,  tvö barnaherbergi, baðherbergi og tvær geymslur í sameign. 

*** OPIÐ HÚS mánudag 20.jan kl 17:00 - 17:30 nánari uppl hjá [email protected] / 8994703 ***

Nánari lýsing:
Sérinngangur. Flísalögð forstofa.
Stórt forstofuherbergi sem er innangengt úr forstofu. Rúmgóður gangur með fataskáp sem tengir öll rými í húsinu með parketi í öllum herbergjum.
Eldhús er endurnýjað með nýlegri hvítri innréttingu, flísar á milli innréttinga. Innbyggð tæki og fallegur háfur með lýsingu. 
Borðstofa er rúmgóð með stórum frönskum gluggum á tvo vegu og tengist eldhúsi og stofu í einu rými en hægt að loka á milli með tvöfaldri glerjaðri hurð.
Stofan er rúmgóð með stórum frönskum glugga sem vísar út í garð. Út úr stofu er gengið út á svalir sem vísa til suðurs, af svölum er gengið niður á pall og út í garð í góðri rækt með sameiginlegum skjólpalli.
Hjónaherbergi er rúmgott, innbyggðir skápar og útgengi út á svalir úr svefnherberginu.
Tvö björt herbergi til viðbótar við hlið hjónaherbergis. (vantar mynd af öðru herberginu í auglýsingu)
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, hvít innrétting, sturta, handklæðaofn. Stæði fyrir þvottavél og þurrkara. Gluggi er á baðherbergi.
Sameign. Tvær geymslur sem tilheyra íbúðinni.  Í sameign er einnig tengi fyrir þvottavél og þurrkara. 

Mjög falleg, vel staðsett og sjarmerandi eign á frábærum stað í Norðurmýrinni. Stutt í miðbæinn og alla þjónustu. 
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Sigríður Lind Eyglóardóttir löggiltur fasteignasali, [email protected] / 8994703


Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002.  Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á [email protected] og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
 
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.