Opið hús: 25. nóvember 2024 kl. 16:45 til 17:15.
Heimili fasteignasala kynnir í einkasölu: Hraunbær 56 - björt og vel skipulögð íbúð á 3ju og efstu hæð í góðu fjölbýli, fjögur svefnherbergi. Fallegt útsýni til norðurs, tvennar svalir í suður og austur ásamt merktu bilastæði.
Eignin verður sýnd í opnu húsi mánudaginn 25. nóvember kl. 16:45 -17:15. Allar frekari upplýsingar veitir Finnbogi Hilmarsson fasteignasali, [email protected] Komið er inná rúmgott anddyri með góðum stórum skápum. Innaf anddyri er búið að breyta gestasnyrtingu í þvottahús. Stórt bjart og opið parketlagt alrými sem er eldhús, borðstofa og stofa. Rýmið er með glugga í fjórar áttir sem gerir það sérlega bjart, fallegt útsýni til Esjunnar og rúmgóðar svalir í suðvestur út frá stofunni. Eldhúsið er með ágætri eldri innréttingu og nýlegir uppþvottavél sem fylgir með. Ísskápur í eldhúsi fylgir með. Búið er að breyta skipulagi þannig að nú eru tvö rúmgóð herbergi með parketi þar sem áður var hluti stofunnar. Svefnherbergisgangur með parketi. Herbergi með korkparketi og fataskáp. Rúmgott hjónaherbergi með parketi og fataskápum, útgengt út á morgunsvalir í austur. Baðherbergi sem var endurnýjað að hluta 2020, innrétting og baðkar með sturtu yfir.
Stigagangurinn var endurnýjaður fyrir nokkrum árum og m.a. skipt um teppi. Fallegur þakgluggi gefur góða birtu inn í stigaganginn. Í sameign á jarðhæð er sérgeymsla íbúðarinnar, sameiginleg hjóla/vagnageymsla og sameiginlegt þvottahús þar sem hver hefur tengi fyrir sína vél. Á stóru bílastæði við húsið er merkt sérbílastæði. Á jarðhæðinni er útgangur út á lóðina sem er sameiginleg með leiktækjum.
Íbúðin er björt og falleg, nýlegt harðparket er á gólfum og einnig nýlegar innihurðar. Skipt var um alla ofna í íbúðinni og í sameign árið 2018. Nýleg svalahurð er út á austursvalirnar. Húsið er var málað og sprungviðgert að utan 2018. Gluggar voru yfirfarnir og skipt um gler 2006. Einnig var þak yfirfarið og skipt um pappa og járn 2006. Skiplagi íbúðar hefur verið breytt og er það ekki í samræmi við upphaflegar teikningar.
Eignin er vel staðsett þar sem stutt er í skóla, alla verslun og skemmtilegt útivistar og náttúrusvæði.
Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002. Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á [email protected] og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.