Heimili fasteignasala kynnir í einkasölu; Endaraðhús að Bakkaseli 35 í Reykjavík ásamt bílskúr og aukaíbúð í kjallara. Fallegt útsýni yfir borgina til norðvesturs og svalir til suðausturs. Eignin er skráð 255,9 fm að stærð, þar af íbúðarrými 236,9 fm og bílskúr 19,1 fm, og telur anddyri, hol/skála, borðstofu, setustofu, snyrtingu, svefnherbergi og eldhús á fyrstu hæð, þrjú svefnherbergi og baðherbergi á annarri hæð, þriggja herbergja íbúð (sem er í útleigu) og þvottahús í kjallara auk bílskúrs. Tvennar svalir, verönd og fallegur gróinn garður. Frábær fjölskyldueign.
Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Snorrason, lgfs., [email protected]
Nánari lýsing.
Aðalhæð. Komið er inn í forstofu/anddyri þar sem er fataskápur og flísalagt gólf. Frá anddyri er komið inn í hol/skála sem tengir saman vistarverur fyrstu hæðar. Á fyrstu hæð er svefnherbergi þar sem er parketi á gólfi, gluggi með opnanlegu fagi og fataskápur. Gestasnyrting var endurnýjuð fyrir nokkrum árum, á gólfi eru flísar. Eldhús er afar rúmgott með ljósri viðarinnréttingu á þremur veggjum, nýlegum tækjum, góðri vinnuaðstöðu og miklu skápaplássi. Á gólfi eru flísar á gólfi og frá eldhúsi er útgengt á stóra og skjólgóða timburverönd. Borð- og setustofa eru í opnu og björtu rými þar sem er aukin lofthæð og parket á gólfi. Frá stofum er útgengi á NV svalir með miklu útsýni yfir borgina og til fjalla.
Efri hæð. Hjónaherbergi er með parketi á gólfi og fataherbergi, útgengi út á SA svalir. Tvö barnaherbergi eru á hæðinni og eru bæði með parketi á gólfi. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með ljósum flísum, innrétting er með ágætu skápaplássi, baðkar er með sturtuhaus og á baðherbergi er gluggi með opnanlegu fagi.
Kjallari (útleiguíbúð með sér inngangi): Björt stofa með parketi á gólfi, útgengt á verönd og út í garð. Eldhús er með ágætri innréttingu og parketi á gólfi. Svefnherbergi er með parketi á gólfi. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með ljósum flísum. Flísalagður sturtuklefi, salerni og litil innrétting.
Þvottahús er snyrtilegt með ágætri innréttingu og í kjallara er einnig geymsla. Þessi rými eru í dag nýtt af aðalíbúð, en gætu verið nýtt af báðum íbúðunum.
Lóðin er gróinn og er sólpallur fyrir framan báðar íbúðirnar. Bílskúr er fullbúinn með heitu og köldu vatni. Góð lofthæð er í bílskúr.
Húsið var múrviðgert og málað að utan fyrir nokkrum árum. Gler og gluggar yfirfarnir og skipt um að hluta. Ofnar hafa verið endurnýjaður. Ekki er rekið húsfélag í raðhúsalengjunni, en greitt er mánaðarlega í sameiginlegt lóðarfélag.
Frábær fjölskyldueign í grónu hverfi þar sem stutt er í alla helstu þjónustu og verslanir og leik- og grunnskóli í göngufæri. Nánari upplýsing veitir Brynjólfur Snorrason, lgfs., [email protected]
Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002. Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á [email protected] og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.