Móvað 21, 110 Reykjavík (Árbær)
229.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
217 m2
229.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2006
Brunabótamat
114.400.000
Fasteignamat
155.300.000

Heimili fasteignasala kynnir til sölu Móvað 21: fallegt einbýli með stórkostlegu útsýni á jaðarlóð í 110 Reykjavík. Eignin er á einni hæð og er skráð 217,2 fm að stærð, þar af íbúðarrými 174,8 fm og bílskúr 42,4 fm, og telur anddyri, eldhús, borð-, setu- og sjónvarpsstofu í stóru alrými, þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús, geymslu og bílskúr. Frá alrými er útgengt á timburverönd eignar þar sem er heitur pottur og óskert útsýni til fjalla. Sjón er sögu ríkari! 

ATH. Eignin verður ekki sýnd í opnu húsi en áhugasamir geta bókað skoðun hjá [email protected]


Nánari lýsing:
Anddyri:
rúmgott með aukinni lofthæð, teppi á gólfi og innfelldri lýsingu. Inn af anddyri er baðherbergi, tvö svefnherbergi og gangur inn í bílskúr.
Baðherbergi: flísar á gólfi og á veggjum, góð innrétting, sturtuklefi, vegghengt WC og gluggi með opnanlegu fagi. 
Svefnherbergi: parket á gólfi, gluggi með opnanlegu fagi. 
Svefnherbergi:
rúmgott með gluggum á tvo vegu og harðparketi á gólfi. 
Alrými: geymir eldhús og stofur eignar og frá setustofu er útgengt á verönd eignar. 
Eldhús: í opnu og björtu rými, stór innrétting, mikið skápapláss, góð vinnuaðstaða, gaseldavél og gufugleypir. 
Borð- og setustofa: rúmgóðar og bjartar með harðparketi á gólfi, aukinni lofthæð, innfelldri lýsingu og gólfsíðum gluggum. Frá setustofu er útgengt í garð eignar þar sem er falleg verönd (Lerki) með heitum potti.   
Hjónaherbergi:
parket á gólfi, tvöfaldur fataskápur með rennihurðum, gluggi til suðurs og frá herbergi er útgengt á verönd. 
Baðherbergi: við hlið hjónaherbergis, vegghengt wc, baðkar og sér sturtuklefi, á gólfi og á veggjum er Stucco múrklæðning og á baðherbergi er gluggi með opnanlegu fagi. 
Þvottahús: nýleg innrétting, vélar í vinnuhæð, góð vinnuaðstaða og borðplata með vask. Á gólfi eru flísar og frá þvottahúsi er útgengt á hellulagt plan.
Bílskúr: afar rúmgóður með tvöfaldri bílskúrshurð, aukinni lofthæð, flísum á gólfi, gluggum til austurs og hurð að vestanverðu.
Fyrir framan hús er steypt bílaplan og hellulögð verönd og umhverfis hús er fallegur garður með nýlegri timburverönd (Lerki) þar sem er heitur pottur. 

Falleg og vel skipulögð eign með einstöku útsýni á jaðarlóð í nýlegu hverfi í Reykjavík þar sem stutt er í fallega náttúru.  

Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Snorrason, lgfs., [email protected]


Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002.  Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á [email protected] og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
 
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.