Grettisgata 64, 101 Reykjavík (Miðbær)
126.900.000 Kr.
Atvinnuhús/ Verslunarhúsnæði
5 herb.
232 m2
126.900.000
Stofur
0
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
5
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1929
Brunabótamat
70.650.000
Fasteignamat
69.050.000

Heimili fasteignasala kynnir til sölu  eftirtektarverða fasteign með mikla tekju- og nýtingarmöguleika í miðborg Reykjavíkur. 
Nánar tiltekið fimm útleigurými á fyrstu hæð auk
61,2 fermetra óinnréttað rými í kjallara við Grettisgötu 64, 101 Reykjavík. Um er að ræða tvö fastanúmer og eru eignirnar  samtals 232,7 fm að stærð þar sem stærri eignin (matshl. 01-01-02 F223-6820) er skráð 171,5 fm að stærð og sú minni (matshl. 01-01-03, F223-6821) 61,2 fm að stærð. Eignirnar voru innréttaðar á árunum 2016 - 2018 sem fimm herbergi og eru í útleigu í dag, auk lagers/geymsluhúsnæðis í kjallara, og gefa af sér góðar tekjur. 

Eignin verður ekki sýnd í opnu hús en áhugasamir geta bókað skoðuð hjá *** [email protected] ***


Nánari lýsing:
Rými eitt: Gengið inn frá Grettisgötu og komið inn í sameiginlegan stigagang og þaðan inn í gang/hol. Frá gangi/holi er komið inn í alrými þar sem er nýleg eldhúsinnrétting og tæki. Á gólfi er harðparket.  Baðherbergi er nýlegt, með flísum á gólfi og á veggjum, handklæðaofni, flísalögðum sturtuklefa og innfelldum blöndunartækjum. Frá rými er útgengt á verönd/port á bak við hús.
Rými tvö: Gengið inn frá Grettisgötu og komið inn í sameiginlegan stigagang og þaðan inn í gang/hol. Frá gangi/holi er komið inn í alrými þar sem er nýleg eldhúsinnrétting og tæki. Á gólfi er harðparket. Baðherbergi íbúðar er nýlegt, með flísum á gólfi og á veggjum, handklæðaofni, flísalögðum sturtuklefa og innfelldum blöndunartækjum.  
Rými 3: Gengið inn frá sérinngangi á horni Barónsstígs og Grettisgötu. Rýmið skiptist í alrými þar sem er svefnaðstaða, nýleg eldhúsinnrétting og tæki, Terrasso gólf og stórir gluggar út að Barónsstíg.  Baðherbergi hefur verið nýlega endurnýjað og er með flísum á gólfi og á veggjum, handklæðaofni innan rýmis, flísalagðri sturtu með og innfelldum blöndunartækjum. 
Rými 4: Gengið inn um sérinngang frá Barónsstíg og komið inn í alrými þar sem er svefnaðstaða, nýleg nýleg eldhúsinnrétting og tæki, Terrasso gólf og stórir gluggar út að Barónsstíg. Baðherbergi hefur verið nýlega endurnýjað og er með flísum á gólfi og á veggjum, handklæðaofni innan rýmis, flísalagðri sturtu með og innfelld blöndunartæki. 
Rými 5: Gengið inn frá Barónsstíg um sér inngang og komið inn í flísalagt eldhús þar sem er ágæt innrétting. Inn af eldhúsi er borðstofa/krókur og setustofa. Á gólfi eru flísar. Svefnherbergi eignar eru tvö, annað í viðbyggingu (merkt geymsla á teikningu) og þaðan er útgengt á baklóð. Hitt svefnherbergið snýr einnig að baklóð og er með flísum á gólfi og vaski innan rýmis. Tvö baðherbergi eru í rýminu og eru bæði með vegghengdu wc, sturtu innan rýmis, handklæðaofni og vaski. Baðherbergi eru bæði flísalögð í hólf og gólf.

Í kjallara hússins er 61,2 fermetra óinnréttað rými (Rými 6) þar sem er um 2,7 metra lofthæð og neysluvatns- og ofnalagnir innan rýmis.  Í kjallara er einnig sameiginlegt þvottaherbergi og sér geymslur. 

Húsnæðið var mikið endurnýjað á árunum 2016 - 2018, þar á meðal baðherbergi, eldhúsinnréttingar, tæki, raflagnir og rafmagnstöflur, ofnar og ofnalagnir að stórum hluta og neysluvatnslagnir að hluta, útihurðar, gler og gluggar. Þá var húsið múr-, steypuviðgert og málað árið 2021 og þak yfirfarið.  
Allt innbú, sem er til staðar í eigninni getur fylgt með í kaupunum.

*** Nánari upplýsingar veita Anna Sigurðardóttir löggiltur fasteignasali, sími 898-2017, netfang [email protected] og eða Brynjólfur Snorrason, [email protected]***


Eign sem býður upp á margskonar tækifæri og tekjumöguleika.
 


Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002.  Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á [email protected] og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
 
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.