Grensásvegur 1A - 0211, 108 Reykjavík (Austurbær)
79.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
3 herb.
87 m2
79.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2024
Brunabótamat
0
Fasteignamat
30.100.000

Heimili fasteignasala kynnir til sölu glæsilegar fullbúnar nýjar íbúðir við Grensásveg 1A, margar íbúðinna eru með glæsilegu útsýni.  Fullbúin sýningaríbúð sem hægt er að skoða.   
Við á Heimili fasteignasölu erum staðsett í næsta húsi (Grensásvegur 3) við þetta glæsilega fjölbýli. Hafið samband og við göngum með ykkur yfir götuna og sýnum samdægurs. 
 

Nánari lýsing íbúðar 0211
Stórglæsileg og vel skipulögð 3ja herbergja 87,4 fm íbúð á 2. hæð  Íbúðin er með gólfsíðum gluggum og hita í gólfum. Komið er inn í anddyri með fataskáp. Stórt og bjart opið rými sem er eldhús, borðstofa og stofa þar eru gólfsíðir gluggar.  Rúmgott bjart eldhús með eyju með spanhelluborði og fallegum háfi, stofa með útgengi á svalir. Stórt hjónaherbergi og inn af því rúmgott fataherberbergi. Barnaherbergi með skáp. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, innrétting og sturta sem gengið er inní.  þvottahús inn í íbúð. Íbúðinni fylgir sérgeymsla í kjallara, merkt 0060.
Myndir eru úr sambærilegri íbúð

Frekari upplýsingar veita: 
Sigríður Lind Eyglóardóttir, [email protected], 899-4703 
Anna Sigurðardóttir, [email protected], 898-2017 
Finnbogi Hilmarsson, [email protected], 895-1098 
Gunnlaugur A. Björnsson, [email protected], 617-5161 

 
Einstök staðsetning við Laugardalinn þar sem er mjög mikið úrval verslanna og þjónustu í Skeifunni, Glæsibæ, Ármúla og víðar. Þar má telja læknisþjónustu, heilsugæslu, matvöruverslanir, sérverslanir, veitingastaði, líkamsrækt, samgöngutengingar og  grunn- og framhaldsskólar í göngufæri. 
Stutt lýsing Grensásvegs 1 A/F:
Húsið er 76 íbúða vandað 7. hæða fjölbýlishús, hannað af Archus og Rýma arkitektastofum. Archus sá einnig um alla innanhúshönnun og efnisval. Allar íbúðir eru með svölum eða verönd og með stórum gólfsíðum björtum gluggum.  Þær eru afhentar fullbúnar með parketi, nema votrými sem eru flísalögð.   Í hjólageymslu eru stæði fyrir 400 reiðhjól.  Allar innréttingar eru sérsmíðaðar og koma frá Parka.  Allt parket á gólfum er vandað harðparket. Innfelld LED lýsing í loftum. Gólfhiti er í öllum  íbúðum.
Glæsileg Bosch tæki í öllum íbúðum, spanhelluborð, vandaður ofn, innbyggður ísskápur og uppþvottavél fylgja ásamt upphengdum háf.  Svartur yfirfelldur eldhúsvaskur með svörtu blöndunartæki frá Hansgrohe. Baðherbergi flísalögð með 60x60 cm flísum frá gólfi til lofts. Innbyggð blöndunartæki í sturtu. Svalahandrið úr gleri. 
Afhending íbúða í F húsi verður í desember 2024 og afhending í A húsi verður í byrjun árs 2025.    
Bílakjallari/bílastæði. 

Við húsið eru ekki bílastæði, en í bílakjallara eru 183 bílastæði sem verða til útleigu til lengri eða skemmri tíma, en einnig verður hægt að greiða fyrir stæði eftir tímamæli innan dagsins. Inn- og útkeyrsla er Skeifumegin við húsið. Allar greiðslur fyrir stæði fara í gegnum app sem gerir allt utanumhald einfalt og auðvelt.  Í fullbúnum bílakjallara verða hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla. 
Deilibílar. 
Deilibílar verða hluti af nýtískulegu og vistvænu umhverfi á Grensásvegi 1. Þeir verða aðgengilegir fyrir íbúa og atvinnustarfsemi á lóðinni. Fyrirkomulag liggur ekki endanlega fyrir en markmiðið er leigufyrirkomulag þar sem einfalt app verður notað fyrir aðgengi að bílunum og mögulegir notendur verða forskráðir. 
Allar fermetratölur íbúða eru birtar með fyrirvara. Eignaskiptayfirlýsing gildir. 
Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu Heimili fasteignasölu, Grensásvegi 3, 530-6500 eða á [email protected]  Heimasíðu verkefnisins má finna HÉR


Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002.  Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á [email protected] og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
 
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.