Hvassaleiti 58, 103 Reykjavík (Kringlan/Hvassal)
59.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
2 herb.
78 m2
59.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1985
Brunabótamat
36.250.000
Fasteignamat
58.900.000

Heimili fasteignasala kynnir í einkasölu: Hvassaleiti 58 - björt 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í húsi í fyrir eldri borgara (VR blokkin fyrir 63 ára og eldri). Í húsinu er boðið er uppá ýmsa þjónustu og afþreyingu fyrir íbúa hússins, m.a. matsalur, hárgreiðslustofa, fótaaðgerðastofa, föndurstofa og leikfimisalur. Hægt er kaupa heitan mat í hádeginu. Vel staðsett íbúð í göngufæri við m.a. Kringluna og alla helstu þjónustu og verslun.

Eignin er seld með hefðbundnum fyrirvörum. Frekari upplýsingar veitir Finnbogi Hilmarsson, fasteignasali.


Komið er inn í anddyri með parketi og fataskáp. Stórt bjart opið rými sem er stofa, borðstofa og eldhús, gengið er út úr stofu á svalir í. Parket er gólfi á stofum og anddyr, í eldhúsi er nýlegur korkur á gófli. Rúmgott svefnherbergi með korki á gólfi, góðir fataskápar. Baðherbergi flísalagt, nýleg innrétting og sturta sem gengið er inní, nýleg blöndunartæki. Beint á móti íbúðinni er sérgeymsla og einnig sameiginlegt þvottahús með tækjum. Í kjallara er einnig rúmgóð geymsla með hillum. 

Íbúðin er sérlega björt og rúmgóð. Húsið hefur fengið jafnt og gott viðhald í gegnum árin og er nýlega búið að mála það að utan og skipta um teppi á stigagangi. Innifalið í húsfélagsgjaldi er þrif á sameign, umhirða á lóð, allt rafmagn í sameign, allur hitakostnaður, húseigendatrygging og framkvæmdasjóður. Íbúðin er laus til afhendingar við kaupsamning.

Á jarðhæð hússins er félagsmiðstöð á vegum Reykjavíkurborgar og þar er boðið uppá ýmsa þjónustu t.d. heitan mat í hádeginu og miðdegiskaffi í stórum og björtum matsal.  Á hæðinni er vinnustofa, hárgreiðslu,- og fótaaðgerðarstofa. Í félagsmiðstöðinnu er boðið uppá fjölbreytt félags- og tómstundastarf auk fjölda námskeiða. Auk þess er æfingasalur, búningsklefar og sturtur á hæðinni.

Bókið einkaskoðun hjá Finnboga Hilmarssyni fasteignasala sem jafnframt veitir allar frekari upplýsingar, [email protected]


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
 
Heimili fasteignasala – á traustum grunni í 20 ár.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.