Heimili fasteignasala kynnir mjög góða þriggja herbergja íbúð á þriðju hæð (efstu) í fjölbýlishúsi við Þrastarhöfða í Mosfellsbæ, ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðin er mjög góð, með fallegum og vönduðum innréttingum. Nýlegt parket og náttúruflísar eru á gólfum. Sundlaug handan götunnar og golfvöllur í göngufæri. Vestursvalir og frelsandi útsýni yfir sundin og borgina og allt vestur á Jökul. Íbúðin skiptist í forstofu, tvö rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús/geymslu og eldhús og stofu í björtu alrými. Í kjallara er sér geymsla 7,6 fm, ásamt hjóla- og vagnageymslu og merktu bílastæði.
Gengið er inn í íbúðina af opnum svalagangi. Komið er inn í forstofu með fatahengi og flísum á gólfi. Þaðan komið í lítið hol, stofu og eldhús í björtu alrými. Eldhús er rúmgott, með L-laga innréttingu, góðu skápaplássi og eyju. Í innréttingu er stállitaður AEG blástursofn í borðhæð, keramik helluborð er í eyju og yfir er stállitaður háfur. Frá stofu er gengið út á vestursvalir þar sem útsýni er mikið og njóta má sólar fram á kvöld.
Úr holi er gengið inn í barnaherbergi með góðum skáp, þvottahús/geymslu og baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf. Á baðherbergi er sturta með glerskilrúmi (e. walk-in shower), góð innrétting, upphengt salerni og handklæðaofn. Úr alrými er gengið inn rúmgott í hjónaherbergi með góðu skápaplássi.
Íbúðinni fylgir sér geymsla í kjallara ásamt merktu bílastæði. Þetta er mjög fallegt fjölbýlishús á einum vinsælasta stað í Mosfellsbæ - Golfvöllurinn, flott sundlaug, World Class, skóli og leikskóli í GÖNGUFÆRI. Greið leið er út á Vesturlandsveg.
Nánari upplýsingar veitir Ragnar Þorgeirsson, löggiltur fasteignasali í síma 774 7373 eða [email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni í 20 ár.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.