Draumahús fjölskyldunnar á SelfossiHeimili fasteignasala og Anna Sigurðardóttir löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu Bleikjulæk 35 á Selfossi sem er einstaklega skemmtilegt og fjölskylduvænt einbýlishús á einni hæð ásamt sambyggðum bílskúr, byggt árið 2018. Húsið er klætt að utan með svartri láréttri timburklæðningu og er 181,6 fm, þar af er bílskúr 28,5 fm. Rúmlega 120 fm vegleg timburverönd er meðfram þremur hliðum hússins. Yfirbyggt er yfir heitan pott og inngangur inn í sturtuaðstöðu og góðan saunaklefa með skemmtilegri díóðulýsingu í loftinu sem minnir á stjörnuhiminn. Húsið er vel staðsett innst í botnlanga í nýju eftirsóttu íbúðarhverfi og stendur á 840 fm eignarlóð Möl er innkeyrslu og næg bílastæði. Lóðin er að mestu leyti frágengin og afgirt.
Vinsamlega bókið skoðun hjá Önnu Sigurðardóttur, löggiltum fasteignasala, sími 898-2017 netfang [email protected] Nánari lýsingHúsið er vel skipulagt, einstaklega smekklega innréttað og skiptist í forstofu, rúmgott og bjart alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, útgengt er á verönd úr eldhúsi. Fjögur svefnherbergi, glæsilegt baðherbergi, saunaklefi með sér sturtuaðstöðu og út gengi á yfirbyggða verönd með heitum potti. Á veggjum eru harðgips-plötur (e. fermacell) og lofttúður sem hægt er að stilla og auka verulega loftgæði hússins. Gluggar eru viðhaldsfríir úr PVC. Í loftum eru hvítar loftaþiljur og um 60 innfelld ljós með styrkleikastillingu (e. dimmer). Næturlýsing með skynjara er á gangi. Innihurðir eru hvítar. Hitakerfi er í gólfum sem eru með gegnheilu viðarparketi nema anddyri og votrými sem eru flísalögð. Innangengt er úr forstofu í bílskúr þar sem þvottahús og geymsla eru.
Stofa og eldhús eru í björtu alrými með gólfsíðum gluggum og sérsniðnum strimlagluggatjöldum sem fylgja með. Kamína er í stofu. Grá eldhúsinnrétting og eyja með steypuáferð, útdraganlegar skúffur og steinn á borðum. Innbyggður vínkælir, ísskápur og uppþvottavél, svartur vaskur og blöndunartæki. Bosch bakaraofn á vegg ásamt sambyggðum baksturs- og örbylgjuofni. Bosch helluborð og Falmec háfur. Glæsilegt baðherbergi flísalagt hólf í gólf, sérsmíðuð innrétting með tveimur vöskum, upphengt salerni, handklæðaofn, sturta með glerskilrúmi og led lýsingu í lofti. Svefnherbergin eru fjögur talsins þar með talið forstofuherbergi þar sem gert var ráð fyrir geymslu. Herbergin eru öll rúmgóð með góðum fataskápum og strimlagluggatjöldum sem fylgja með. Sjónvörp á vegg í þremur herbergjum sem fylgja með.
Hér er um að ræða glæsilega eign sem vert er að skoða. Sjón er sögu ríkari.Frábær staðsetning í rólegu umhverfi í ört stækkandi metnaðarfullu bæjarfélagi. Hverfið er fjölskylduvænt með afbrigðum í næsta nágrenni við leik- og grunnskóla, sundlaug og íþróttastarf. Örstutt í miðbæ Selfoss sem hefur að geyma úrval verslana og veitingastaða í endurbyggðum íslenskum húsum, í heillandi umhverfi skammt frá bökkum Ölfusár.
Heimamenn segja að Selfoss sé náttúruperla og draumastaður fjölskyldufólks þar sem auðvelt er að kúpla sig út úr skarkalanum og eiga rólega stund með einhverjum sem þér þykir vænt um. Djúpur niður Ölfusár, sem enginn tekur eftir á daginn, gefur kyrrlátum kvöldum einstakan blæ.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni í 20 ár.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.