Heimili fasteignasala kynnir í einkasölu: Bergstaðastræti 57, einbýlishús byggt árið 1920. Vel staðsett og virðuleg eign í hjarta miðborgarinnar. Tvær leigueiningar, góðir tekjumöguleikar. Í dag er húsið innréttað sem tvær íbúðir, hæð/ris annarsvegar og sér íbúð á jarðhæð. Auðvelt að breyta til baka í einbýli. Húsið er timburhús á steyptum kjallara, klætt bárujárni, byggt 1920. Kjallari, hæð og rishæð ásamt húsi á lóð í heild skráð 182,2 fm. Á lóðinni er einnig nýtt frístandandi hús ca 19 fm, sem er innréttað sem studioíbúð, tilvalin leigueining.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Sigríður Lind Eyglóardóttir lgf [email protected]/ 899 4703Eignin skiptist svo:5.herb Íbúð á hæð/risi: Komið er inn i anddyri/gang með fallegum flísum og fatahengi. Nýlega uppgert baðherbergi, mjög bjart og rúmgott, með flísum í hólf og gólf, baðkar með sturtu og gott skápapláss.
Tvær samliggjandi stofur og eldhús í opnu rými. Eldhús með nýlegri innréttingu og tækjum. Á gólfum er nýlegt eikarparket.
Í risi eru þrjú góð svefnherbergi, að hluta til undir súð og því óskráðir fm til viðbótar. Gengið er upp í risið um fallegan teppalagðan stiga, panelklæðning á veggjum. Komið er upp í hol þar sem er tengi fyrir þvottavél og þurrkara á flísalögðu gólfi. Á gólfum á efri hæð er nýlegt eikarparket. Í risinu eru fjórar súðargeymslur. Panell er á hluta af veggjum í risi og góð birta í öllum rýmum.
Íbúðin var mikið endurnýjuð 2015, m.a endurnýjað rafmagn, hurðar, gólfefni, ofnar og lagnir að ofnum.3.herb Íbúð á jarðhæð: Anddyri/gangur. Baðherbergi með baðkari. Lítið salerni og vaskur í öðru rými. Rúmgott eldhús með ljósri innréttingu. Stofa björt og rúmgóð með tveimur gluggum.
Tvö herbergi eru í íbúðinni, rúmgott herbergi inn af stofu og annað minna inn af gangi. Parket á gólfi. Skipt var um eldhúsinnréttingu að hluta og sett ný gólfefni á íbúðina 2015. Rafmagn í íbúðinni endurnýjað á sama tíma.
Hitainntak fyrir húsið er í geymslu á jarðhæð.
Studioíbúð í sér húsi á lóð: Endurbyggt 2019. Þar er innréttuð rúmgóð studioíbúð með svefnaðstöðu, góðri eldhúsinnréttingu og flísalögðu baðherbergi með sturtu. Tengi fyrir þvottavél. Parket á gólfi.
Framkvæmdir/endurbæturEignin hefur verið mikið endurnýjuð á síðustu árum. Allir útveggir hafa verið endureinangraðir innan frá. Innréttingar, innihurðar og karmar endurnýjaðir og öll gólfefni. Neysluvatnslagnir hafa verið endurnýjaðar sem og allir ofnar í húsinu. Rafmagn endurnýjað í öllu húsinu. Ný rafmangstafla, tenglar og rofar. Að hluta til er notast við upprunalega rofa sem fylgt hafa húsinu. Í samvinnu og með styrk frá Minjavernd er búið að skipta um glugga og gera upp húsið í anda upprunalegs útlits, ásamt því að endurnýja bárujárn utan á húsinu. Gluggar eru sérsmíðaðir með hliðsjón af upprunalegu útliti hússins. Tveimur hliðum hússins er lokið en tvær eru eftir. Fyrirliggjandi er styrkur frá Minjavend veittur 2023, kr 1,5 milj til að ljúka endurbótum. Nýir sérsmíðaðir gluggar í þær tvær hliðar sem eftir eru, eru í vinnslu. Nýjar teikningar frá arkitekt liggja fyrir og hafa endurbætur verið unnar út frá þeim. Herbergjaskipan hefur verið breytt frá upprunalegum teikningum, á hæð hefur stofa verið stækkuð og eldhús og baðherbergi endurgert að fullu 2015. Húsið er friðað. Stór og góður afgirtur garður er við húsið og hiti í gangstéttum við húsið. Bæði jarðhæð og studioíbúð eru í leigu hjá traustum og reglusömum aðilum og möguleiki að nýr eigandi gangi inn í þá leigusamninga.
Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á rólegum stað í Þingholtunum, þaðan sem stutt er í veitingahús,verslanir, leikskólann Laufásborg og aðra þjónustu.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Sigríður Lind Eyglóardóttir lgf [email protected] 899 4703Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum, Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni í 20 ár.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.