Vatnsstígur 20, 101 Reykjavík (Miðbær)
79.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
2 herb.
81 m2
79.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2015
Brunabótamat
48.160.000
Fasteignamat
85.250.000

Heimili fasteignasala kynnir í einkasölu: Vatnsstígur 20 - falleg og björt 2ja herbergja íbúð á 3. hæð (efstu) með sjávarútsýni í Skuggahverfinu. Íbúðinni fylgir sér stæði í bílageymslu. 

Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning. Allar frekari upplýsingar veitir Finnbogi Hilmarsson, fasteignasali, [email protected]


Komið er inn á parketlagt hol með góðum fataskáp. Stofa og eldhús mynda alrými með parketi á gólfi og útgangi út á svalir í suður. Eldhús er með fallegri viðarinnréttingu, storri eyju og vönduðum eldhústækjum með stáláferð, steinn er á borðplötum.  Svefnherbergið er stórt og  parketlagt, góðir fataskápar og sávarútsýni. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með baðkari, falleg innrétting með steinborðplötu, upphengdu salerni og glugga. Á baðherberginu er aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara í þar til gerðum lokuðum skáp.  Parket íbúðinnar er nýlega olíuborið og lítur vel út. Sérgeymsla er í sameign, sameiginleg hjóla og vagnageynmsla ásamt stæði í lokaðri bílageymslu þar sem lagt hefur verið fyrir rafhleðslustöð. Falleg eign í þessu vinsæla hverfi í miðborginni.

Allar innréttingar í íbúðinni eru íslensk sérsmíði frá GKS úr fallegri silfur eik. Náttúrusteinn á borðplötum í eldhúsi og á baðherbergi. Á gólfum er lifandi olíuborin eik með grófu yfirborði og flísar á gólfum baðherbergis. Gólfhiti er í allri íbúðinni. 

Allar frekari upplýsingar veitir Finnbogi Hilmarsson. fasteignasali.


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
 
Heimili fasteignasala – á traustum grunni í 20 ár.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.