Heimili fasteignasala kynnir í einkasölu Bæjargil 15 Garðabæ. Virkilega fallegt, fjölskylduvænt og vel skipulagt 188,6 fermetra, einbýlishús á tveimur hæðum. Fjögur svefnherbergi. Tvö baðherbergi. Bílskúr innréttaður sem 35 fm studioíbúð. Lýsing neðri hæðar:Forstofa: Með flísum á gólfi og skápum. Inngengt á gestasnyrtingu frá forstofu.
Gestasnyrting: Með flísum í gólfum og á sturtuvegg. Upphengd salerni, handklæðaofn, innrétting við vask og gluggi,
Hol: Með parketi á gólfi. Gengið upp fallegan tré stiga úr holi á efri hæð.
Svefnherbergi I: Innaf af holi á neðri hæð. Rúmgott, tveir gluggar, gott skápapláss. Parket.
Stofa/borðstofa: Björt og rúmgóð með útgengi út á lóð til vesturs. Gluggar til suðurs og vesturs. Parket.
Eldhús: Rúmgott, með parketi á gólfi og viðarinnréttingu. Tengi fyrir uppþvottavél og flísar á milli skápa. Góður borðkrókur og gluggi til vesturs.
Þvottaherbergi: Með flísum á gólfi, góð innrétting, vinnuborð og vaskur. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Útgengi í afgirtan bakgarð með rúmgóðum viðarpalli þar sem er heitur pottur.
Bílskúr: Er nýlega innréttaður sem 35 fm stúdioíbúð. Flísalagt alrými með góðu skápaplássi og nettu eldhúshorni. Tveir gluggar. Flísalagt baðherbergi með sturtu, handklæðaofn, nett inrétting undir vaski. Tengi fyrir þvottavél. Geymsluloft er yfir öllum bílskúr.
Lýsing efri hæðar: Gengið um fallegan tré stiga upp á efri hæð úr holi neðri hæðar:
Stórir gluggar til suðurs við stiga sem hleypa mikilli birtu inn.Hol: Með parketi á gólfi. Aukin lofthæð. Aðgengi að
geymslulofti sem liggur yfir tveimur svefnherbergjum úr holi.
Fjölskyldurými: Rúmgott og notalegt rými að hluta undir súð. Arinn og aukin lofthæð. Gluggar til vesturs. Útgengi á rúmgóðar vestursvalir.
Baðherbergi: Er flísalagt bæði gólf og veggir að hluta. Gólfhiti. Hornbaðkar, afmarkað sturturými með glerhurðum, innrétting við vask, handklæðaofn, upphengt wc og gluggar til norðurs.
Svefnherbergi II: Að hluta undir súð. Parket á gólfi, góðir skápar og gluggi til vesturs.
Svefnherbergi III: Að hluta undir súð. Parket á gólfi og gluggi til austurs.
Hjónaherbergi: Að hluta undir súð. Parket á gólfi, góðir skápar og gluggi til austurs.
Hús að utan: Húsið hefur fengið mjög gott viðhald í gegnum árin
. Að sögn eiganda var húsið málað 2022 þ.e. þak, tréverk og veggir. Gluggar utandyra hafa verið málaðir reglulega. Þak, þakkantur og rennur yfirfarið 2021.
Lóðin, sem er 621,0 fm, er frágenginn með hellulögn og snjóbræðslu fyrir framan hús.
Rúmgóður afgirtur sólpallur er á baklóð með heitum potti. Útgengi úr þvottaherbergi í afgirtan bakgarð. Grasflöt með gróðurkössum og snúrum aftan við sólpall.
Frábær staðsetning á skjólgóðum og rólegum stað í Garðabæ þar sem stutt er í leikskólann Hæðarból, Hofsstaðaskóla og Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Stutt í stofnbrautir. Húsið stendur innarlega í lokuðum botnlanga.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Sigríður Lind lgf. [email protected] / 8994703
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni í 20 ár.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.