Heimili fasteignasala s. 5306500 kynnir til sölu: Einbýlishús á tveimur hæðum með aukaíbúð í kjallara/jarðhæð á mjög fallegum útsýnistað við Elliðarárdal. Húsið er timburhús á steyptum grunni. Fimm svefnherbergi (voru 6 áður) og tvær stofur, 224,6 fm auk 28,8 fm bílskúrs með geymslu, samtals 253,4 fm. . Húsið stendur 831 fm lóð. Frábær staðsetning í rólegu og fjölskylduvænu hverfi með fallegu útsýni í Elliðarárdal og fjallasýn í Bláfjöllin.
Aðalíbúð: Forstofa: Forstofa með fatahengi, flísar á gólfi. Herbergi: rúmgott herbergi parketlagt er hægra megin við inngang með stórum glugga og fataskáp. Gestasalerni: er vinstra megin við inngang, sturta, dúkur á gólfi. Þvottahús: borðplata, dúkur á gólfi. Gangur með flísum á gólfi tengir saman herbergi eldhús og stofu á neðri hæð. Eldhús: er með dúk á gólfi, eldri L-laga innrétting og stórir gluggar. Stofa/borðstofa: eru samliggjandi með parketi á gólfi, bjartir og stórir gluggar, útgengt er út á verönd og þaðan út í garð. Ris hæð: Stigi upp er lagður ljósu teppi. Komið er upp í nett hol með teppi. Holið tengir saman fataherbergi, svefnherbergi og baðherbergi. Svefnherbergi: eru tvö stór á efri hæð með dúk og stórum gluggum og sérhönnuðum fataskápum (annað herbergið var tvö herbergi áður og einfalt að breyta til baka í 3. herbergi). Frábært útsýni er úr ris hæð í Elliðarárdal og Bláfjöll. Baðherbergi: Góð og einföld innrétting, baðkar, dúkur á gólfi. Stórt geymslurými er fyrir ofan ris hæðina.
Kjallari/Jarðhæð: Steyptur kjallari er undir hæð/ris. Anddyri: Flísalagt með fatahengi. Baðherbergi: nett með hvítri innréttingu. Hitageymsla með sturtu og opnanlegum glugga, dúkur á gólfi, t.f. þvottavél. Gangur með dúk á gólfi tengir saman herbergi, eldhús og stofur á neðri hæð. Herbergi: tvö rúmgóð herbergi með gluggum og dúk á gólfi. Eldhús: L-laga viðarinnrétting og borðkrókur og opnanlegir gluggar. Stofa/borðstofa: eru samliggjandi með dúk á gólfi, gólfsíðir gluggar, útgengt er út í fallegan og kyrrlátan garð.
Bílskúr: klæddur timbri og að auki með geymslu. Bílastæðið tekur 4 bíla. Garðurinn stór, gróinn og mjög fallegur. Þetta er falleg eign sem kemur verulega á óvart varðandi pláss og stærð, á góðum stað mjög nálægt Elliðarárdalnum þar sem stutt er í áhugaverðar göngu- & hjólaleiðir og náttúru.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Fagmennska við fasteignir og fúsar hendur.
Kveðja
Bogi Molby Pétursson fasteignasali.
gsm 6993444